Íslensk tónlist á Spotify – vinsælustu lögin

Fréttir

Samkvæmt opinberum gögnum Spotify voru rúmlega 70 milljónir manna áskrifendur að streymisveitunni í lok árs 2017. Spotify býður þjónustu sína í 65 mismunandi löndum og geymir veitan yfir 35 milljón lög—þar á meðal fjölmörg lög eftir íslenskt tónlistarfólk.

Til gamans tók SKE saman vinsælustu lögin eftir íslenskt tónlistarfólk á streymisveitunni í gær en hér fyrir neðan má sjá afrakstur þessarar viðleitni. Athugið að neðangreindur listi geymir vinsælasta lag hverrar hljómsveitar/listakonu/manns; aðeins eitt lag eftir hverja hljómsveit/listakonu/mann er því að finna á listanum.

Eins og sjá má hefur lagið Little Talks eftir OMAM verið spilað langoftast meðal notenda Spotify:

Of Monsters and Men - Little Talks - 320.745.623
Kaleo - Way Down We Go - 175.917.098
Ólafur Arnalds - Þú ert jörðin - 56.659.254
Sigur Rós - Hoppípolla - 33.777.622
Emiliana Torrini - Sunny Road - 28.084.067
Axel Flóvent - Forest Fires - 24.531.159
Björk - Army of Me - 16.987.119
Kiasmos - Looped - 13.778.780
Jóhann Jóhannsson - Theory of Everything - 10.914.202
Múm - We Have a Map of the Piano - 10.507.460
Jónsi - Go Do - 8.595.592
Birgir - Can You Feel It - 7.157.953
Júníus Meyvant - Gold Laces - 6.844.711
Vök - Before - 6.150.202
Seabear - I Sing I Swim - 5.947.151
Ásgeir - Unbound - 5.080.459
Mt. Fujitive - Home - 4.388.159
The Sugarcubes - Birthday - 3.634.873
Sin Fang - Look at the Light - 2.965.000
FM Belfast - Underwear - 2.931.007
Ólöf Arnalds - With Tomorrow / I'm On Fire - 2.669.908 
Pascal Pinon - Þerney (One Thing) - 2.582.902
Amiina - Glámur - 2.475.807
Samaris - Góða tungl - 2.211.722
JFDR - White Sun - 2.141.984
GusGus - Over - 2.120.698
Sólstafir - Fjara - 1.887.704
Retro Stefson - Solaris - 1.816.307
Friðrik Dór - Fröken Reykjavík - 1.265.617
Hjálmar - Leiðin okkar allra - 1.151.920
Hjaltalín - Halo (Beyonce Cover) - 1.143.903

Hér fyrir neðan má einnig sjá vinsælustu rapplög Íslands á Spotify. 

Aron Can - Fullir vasar - 1.809.571
JóiPé x Kroli - B.O.B.A. - 1.725.470
JoiPé x Chase - Ég vil það - 1.575.887
Emmsjé Gauti x Aron Can - Silfurskotta - 1.435.616
Aron Can - Enginn mórall - 1.346.764
JóiPé x Króli - O Shit - 1.277.053
Joey Christ - Joey Cypher - 1.241.144
Emmsjé Gauti - Reykjavík - 1.212.956
Emmsjé Gauti x Herra Hnetusmjör - 1.146.874
Birnir x Herra Hnetusmjör - Já ég veit - 1.140.679

Að lokum má þess geta að bandarískir dómstólar komust að þeirri niðurstöðu í byrjun árs 2017 að streymisveitur yrðu að auka rétthafagreiðslur til tónlistarfólks um 50% á næstu fimm árum. 

Nánar: https://mashable.com/2018/01/3...