Íslenskt rapp: 1995 – 2017 (myndband)

Tónlist

Nýverið klippti SKE saman tónlistarmyndbönd frá íslenskum röppurum frá árunum 1995 til 2017 og birti á Facebook. Markmiðið með myndbandinu var að varpa ljósi á þróun tónlistarstefnunnar hér á landi. 

Tekið skal fram að ofangreind „tímalína“ takmarkast af þeirri staðreynd að myndböndin voru tekin af Youtube, en stundum var úr afar fáum myndböndum að velja, fyrir sum ár; myndbandið endurspeglar því ekki fjölbreytni íslensku senunnar að fullu en vonast SKE eftir því að bæta úr þessu með næsta myndbandi.