J.I.D. stelur senunni í COLORS: "Working Out"

Fréttir

Það hillir undir útgáfu plötunnar DiCaprio 2 sem bandaríski rapparinn J.I.D. hyggst gefa út á næstu misserum.

Nánar: https://www.complex.com/music/...

Í aðdraganda útgáfunnar fengu Adidas og COLORS rapparann til liðs við sig og var hann gestur vefseríunnar A COLORS SHOW fyrir stuttu (sjá hér að ofan). Þá flutti rapparinn lagið Working Out í hljóðveri COLORS en óljóst er hvort að lagið verði að finna á fyrrnefndri plötu. 

J.I.D.—sem kom fram á Secret Solstice tónlistarhátíðinni í sumar—stígur einnig á svið á A Celebration of Life tónleikunum sem haldnir eru til minningar um rapparann Mac Miller sem andaðist í september. Mac Miller smíðaði nokkra takta fyrir plötuna DiCaprio 2. 

Nánar: https://www.dailymail.co.uk/tv...

Hér fyrir neðan er svo lagið 151 Rum sem J.I.D. gaf út síðastliðinn 18. september.