Japanskir fótboltaaðdáendur sigra HM: tíndu rusl eftir tapið í gær

Fréttir

Þrátt fyrir sárbiturt tap í gær (2. júlí) gegn Belgíu (Belgía skoraði á síðustu mínútu leiksins) stóðu japanskir fótboltaaðdaéndur uppi sem sigurvegarar á HM í Rússlandi; í stað þess að yfirgefa leikvanginn í Rostov í fússi dokuðu fjölmargir Japanir við, en ekki til þess að velta sér upp úr sorgum sínum—heldur til þess að hreinsa til rusl eftir leikinn (sjá myndir frá News Sport 247 hér fyrir neðan). 

Nánar: http://www.ladbible.com/news/s...

Er þetta ekki í fyrsta skiptið sem japanskir aðdáendur á HM haga gerðum sínum á svo sómasamlegan hátt en sambærilegar hreinsunaraðgerðir voru uppi á teningnum eftir leik Japans gegn Kólumbíu. 

News Sport 247: https://www.youtube.com/channe...

Þá hafa notendur vefsíðunnar Reddit einnig dáðst að japönsku aðdáendunum.

Reddit: https://www.reddit.com/r/whole...