Youtube stjarnan Joe Goes fer til Íslands, hittir Blazroca: "Fuck, Jay-Z."

Myndbönd

Joe Goes er Youtube rás með yfir 300.000 áskrifendur (áhorf síðunnar telur yfir 59 milljón „views“). Rásinni stýrir hinn viðfelldni Joe Hanson.

Undanfarna daga hefur Joe Hanson birt brot af ævintýrum sínum á Íslandi þar sem hann gæðir sér á hefðbundnum íslenskum mat, fer Gullna hringinn og heimsækir hið víðfræga Reðursafn (sjá neðst). 

Í dag (26. apríl) gaf hann út einskonar "best of" myndband frá ferðum sínum (sjá hér fyrir ofan). Í myndbandinu heimsækir hann Vesturbæjarlaug, spreytir sig á íslenskri tungu og forvitnast nánar um „app-ið“ Íslendingabók. Gerir hann sér einnig lítið fyrir og semur rímur að munni fram (freestyle-ar) um fyrirbærið sifjaspell (sjá hér fyrir ofan, u. 05:45). 

"The night it was just the best /
And I took her home and we had sex /
...
And then something happened and I'm not bluffin' /
I found out the girl I was dating was my cousin /
...
Here I thought this relationship was the best /
But it turned out I was committing incest /"

– Joe Hanson (Emcee)

Stuttu síðar rekst Joe Goes á Erp Eyvindarson (einnig þekktur sem Blazroca) eftir að tökumaður hans bendir honum á að þetta sé líklegast einn þekktasti rappari Íslands. Erpur tekur undir þetta og sendir starfsbræðrum sínum vestan hafs kaldar kveðjur (um 07:45).