Joey Christ gefur út myndband við Túristi: „Þetta er Kronik fokking shit“

Íslenskt

Síðastliðinn 10. júlí gaf tónlistarmaðurinn Joey Christ – sem heitir réttu nafni Jóhann Kristófer Stefánsson – út mixteipið Joey á Spotify. 

Mixteipið inniheldur níu lög og þar á meðal lagið Túristi, sem skartar rapparanum Birni, en í dag (13. september) gaf Joey Christ út myndband við lagið (sjá hér fyrir ofan). 

Myndbandinu leikstýrði Joey Christ sjálfur og var það tekið upp í Kaupmannahöfn. Ágúst Elí sá um eftirvinnsluna. Lagið pródúseraði Young Nazareth.

Þess má einnig geta að eitt vinsælasta íslenska rapplag ársins, Joey Cypher, er einnig að finna á fyrrnefndu mixteipi.