JóiPé gefur út myndband við Draumsýn

Íslenskt

Rapparinn JóiPé sendi frá sér myndband við lagið Draumsýn í dag (28. apríl). Lagið pródúseraði JóiPé sjálfur og var leikstjórn myndbandsins í höndum Mikaels Arons Ríkharðssonar. 

Í samtali við SKE í morgun lýsti JóiPé (sem heitir réttu nafni Jóhannes Damian Patreksson) gerð myndbandsins nánar:

„Ég fór til Amsterdam fyrir ca. þremur vikum síðan með bekknum. Ég og vinur minn Mikael Aron (sem tók upp og klippti myndbandið) fundum flotta staði og tókum skot hér og þar um borgina.“

– JóiPé

Bætti rapparinn því jafnframt við að hann væri að vinna í sóló lögum þessa dagana ásamt því að vinna að nýju efni með rapparanum Króla (JóiPé er betur þekktur sem hinn helmingur tvíeykisins JóiPé og Króli en félagarnir sendu frá sér plötuna Ananas í febrúar.)