GerviGlingur komin á Spotify: „Ég og besti vinur minn vorum að gefa út plötu.“

Fréttir

Það hefur ekki farið framhjá neinum nettengdum Íslendingi að tvíeykið JóiPé x Króli gaf út lagið B.O.B.A. í vikunni en lagið er að finna á plötunni GerviGlingur sem rataði á Spotify í dag. 

„Hér hafið þið plötu sem ég og besti vinur minn Jóhaness vorum að gefa út. Mér þykir mjög svo vænt um þetta verkefni og væri það gaman ef þið mynduð hlusta.“

– Kristinn Óli Haraldsson (Króli)

Platan inniheldur átta lög og þar á meðal lagið O Shit sem tvíeykið flutti í beinni í útvarpsþættinum Kronik fyrr í sumar en strákarnir fluttu einnig nokkrar vel valdar rímur yfir bít frá DJ B-Ruff (sjá neðst).

Við fyrstu hlustun standa lögin Sagan Af Okkur, O Shit og B.O.B.A. upp úr.


Einnig er ákveðinn sjarmi yfir laginu Draumórar:

Byrjaði alla daga á lýsistöflu
Og svörtu kaffi /
Og dreymdi um það 
Að allir myndu þekkja mig með nafni /
 – Króli (Draumórar)

Hér fyrir neðan er svo hlekkur á viðtal SKE við tvíeykið frá því í mars þar sem blaðamaður forvitnaðist meðal annars um hvaða tíu listamenn strákarnir myndu helst vilja vinna með:

- Rich Chigga (illa svalur gæji)
- Landaboi$ (okkar uppáhalds íslensku rapparar)
- Daði Freyr Pétursson (það væri ógeðslega skemmtilegt crossover)
- Tyler The Creator (Hver er með dýpri rödd, Tyler eða Jói?)
- Lil Dicky (Klikkað flæði og enþá betri rímur)
- A Tribe Called Quest (fyrsta hip-hop platan sem Jói hlustaði á)
- Smjörvi og Hrnnr (hver myndi ekki?)
- The Notorious B.I.G. (GOÐSÖGN)
- Flatbush Zombies (Fáránlega nettir)

http://ske.is/grein/tvo-saklau...