JóiPé og Króli í KronikTV: „Bubbi Morthens er algjör hugsjónamaður.“

Kronik

Nýjasta þáttur KronikTV var gefinn út á Youtube í dag (sjá hér fyrir ofan) en í þættinum spjalla umsjónarmenn útvarpsþáttarins Kronik – þeir DJ Rampage og DJ B-Ruff – við rapparana JóaPé og Króla. Fylgdu þeir tvíeykinu meðal annars í sjónvarpsþáttinn Vikuna með Gísla Marteini þar sem tvíeykið sat fyrir spurningum Gísla Marteins ásamt söngvaranum Bubba Morthens.

Líkt og fram kemur í viðtalinu átti Króli gott samtal við Bubba í kjölfar þáttarins þar sem þeir spjölluðu um „allt og ekkert:“:

„Hann gaf mér númerið sitt og við áttum mjög gott spjall, um allt og ekkert. Ég lít ótrúlega mikið upp til þessa karakters, þessa manns ... hann er æðislegur. Frábær. Algjör hugsjónamaður og við lærðum mikið af honum – á þessum klukkutíma sem við spjölluðum saman.“

– Króli (Kristinn Óli Haraldsson)

JóiPe og Króli eru vafalaust nýliðar ársins 2017 hvað íslenskt Hip Hop varðar en lagið þeirra B.O.B.A. hefur verið spilað ca. 1.5 milljón sinnum á Spotify.