JóiPé x Króli gefa út nýtt myndband: ​„Þráhyggja“​

Fréttir

Samkvæmt vefsíðunni Noisey (tónlistarhluta Vice) stóð tvíeykið JóiPé x Króli upp úr á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík 2018.

Nánar: http://ske.is/grein/noisey-ryn...

Lítið hefur spurst til sveitarinnar síðan þá—þ.e.a.s. þangað til í dag (16. apríl) er tvíeykið gaf út myndband við lagið Þráhyggja á Youtube (sjá hér að ofan). Myndbandinu leikstýrði Anna Maggý og voru það þeir Þormóður Eiríksson og Starri Snær sem sáu um taktsmíð.

Kristinn Óli Haraldsson—betur þekktur sem Króli—var skorinorður í tilkynningu sem fylgdi útgáfu lagsins á Facebook-grúppunni Nýtt íslenskt Hip Hop í dag:

„Plata á miðvikudaginn. Nýtt lag í dag.“

– Króli

Á Facebook-síðu sinni í gær gaf Króli það út að platan muni bera titilinn Afsakið Hlé og verður hún aðgengileg á Spotify á miðvikudaginn.

Síðast gáfu JóiPé x Króli út plötuna Gerviglingur á Spotify.