Kafka-tengingin—Two Toucans: "Hunter's Moon"

Fréttir

Sagan segir að rithöfundurinn Franz Kafka hafi upplifað besta kvöld lífs síns árið 1912. Frá klukkan 10 um kvöldið (þann 22. september) sat hann við skrifborðið sitt í átta klukkustundir samfleytt—eða til 8 um morguninn daginn eftir—og skrifaði, í einni lotu, smásöguna Dóminn. 

Dómurinn: http://timarit.is/view_page_in...

Eflaust tengja margir listamenn við þessa rútínu Kafka sem hafði lífsviðurværi sitt af lögfræðistörfum á daginn og sinnti ástríðu sinni—bókmenntum—á næturnar. 

Nánar: https://historyofliterature.co...

Ef eitthvað er að marka texta lagsins Hunter's Moon (eftir hljómsveitina Two Toucans) samsamar höfundur textans sig, að minnsta kosti, við fyrrnefnt fyrirkomulag; ljós sálarinnar blossar upp á kvöldin og fölnar svo aftur við dögun:

The sun came up / 
And I was tired /
'Cause I was up all night /
...
Fade out /
Every day I fade out /
Fade out /
I fade out / 

Lagið Hunter's Moon kom út síðasta föstudag (22. mars) á Spotify (sjá hér að neðan). Texta lagsins syngur Kristrún Lárusdóttir Hunter og smíðaði bróðir hennar, Helgi Pétur Lárusson, taktinn. Saman mynda þau tvíeykið Two Toucans. 

Þá spilaði Jay Nemor á saxófón í laginu og sá Steingrímur Teague (Moses Hightower) um hljómborðsleik. Umslag lagsins hannaði Eysteinn Þórðarson. Kelly Hibbert masteraði. 

Áhugasamir geta einnig hlýtt á lagið á Soundcloud eða á Bandcamp.

Bandcamp: https://lowkey.bandcamp.com/track/hunters-moon-2

Soundcloud: https://soundcloud.com/lowkeyrecords/two-toucans-hunters-moon

Hér fyrir neðan er svo lagið Right Thing sem Two Toucans gaf út í samstarfi við rapparann Cell7.