Kanye West skellir í eitt stykki óperu

Kanye West ræðst aldrei á garðinn sem hann er lægstur og hefur núna skrifað heila óperu.

Kanye West hefur tilkynnt að hann sé búinn að skrifa óperu en hann titlar hana Nebuchadnezzar, eftir babýlónska kónginum. Leikstjóri óperunnar verður ítalska gjörningalistakonan Vanessa Beecroft, en hún hefur oft áður unnið með Kanye, meðal annars Runaway myndbandinu/myndbandsverkinu, Yeezy sýningum og fleiru. Um tónlistina sjá Peter Colins & Infinities Song ásamt tónlistarmönnum sem hafa haldið uppi sunnudagsmessunum hans ‘ye.

Miðar á óperuna fara í sölu í dag en líklega verður fljótt að seljast upp.