Kilo ræðir nýju plötuna og rappar yfir Mobb Deep

EMC2

Nýverið kíkti hinn viðfelldni Kilo í hljóðver SKE en heimsóknin var liður í myndbandsseríunni „E=MC2“ þar sem nýr rappari lítur við í hljóðverið í hverri viku, svarar nokkrum viðeigandi spurningum og flytur rímur í beinni.

Eins og fram kemur í viðtalinu hyggst Kilo gefa út sína fyrstu hljóðversplötu – White Boy of the Year – í júlí en á sama tíma ætlar hann að gefa út myndband við lagið Fucbois. 

Aðspurður hvaða rappara hann myndi helst vilja fá á plötuna sagðist Kilo helst vilja fá Joyner Lucas:

„All daga. Ég elska Joyner Lucas. Hann er besti rapparinn í dag.“

– Kilo

Að lokum rappaði Kilo yfir tvö bít: Shook Ones Pt. II eftir Mobb Deep (sjá hér fyrir ofan) og The Interlude sem verður að finna á nýju plötunni (myndband af rappi Kilo við The Interlude mun rata inn á Ske.is á allra næstu dögum).

Hér fyrir neðan geta lesendur svo horft á rapparann taka lagið Fucbois í beinni í útvarpsþættinum Kronik