Klassíkin í hávegum höfð á Prikinu næsta fimmtudag!

Tetriz og Kronik, rappþættir þjóðarinnar, leiða saman hesta sína á Prikinu í nostalgíu-veislu

Klassíkinni verður heldur betur dælt út á Prikinu þann 5. desember - þá munu þeir félagar B-Ruff, DJ Rampage og DJ Fingaprint koma saman með alla klassíkina sem við þekkjum öll og elskum og gjörsamlega blasta henni beint inn í eyrun á gestum Priksins.

Þau okkar sem kannast við að hafa hlustað á Kronik í gamla daga, ekki bara þegar þátturinn var í loftinu, heldur líka á kasettum 100.000 sinnum á meðan hann var ekki í loftinu, ættu ekki láta sig vanta þarna á Prikinu þetta kvöld, og bara allir hinir líka, auðvitað.

Ekki ólíklegt að þetta fái að hljóma næstkomandi fimmmtudag.