„Klukkustund eftir þegar takmarkinu var náð.” — Stefán Elí gefur út nýja plötu

Fréttir

Síðastliðinn 7. apríl kom akureyrski tónlistarmaðurinn Stefán Elí fram á tónleikum í Hlöðunni í Litla Garði—en um ræddi útgáfutónleika fyrir plötuna I'm Lost. Please Return If Found sem kom út í kjölfarið á Spotify. 

Stefán fjármagnaði útgáfuna í gegnum söfnunarsíðuna Karolina Fund. Söfnunin stóð yfir í u.þ.b. mánuð en einungis klukkustund var eftir þegar það safnaðist upp að takmarki:

„Mig langaði til þess að gera eitthvað meira í kringum útgáfuna á þessari plötu heldur en að kasta henni bara inn á netið og sjá hvað myndi ske. Þá setti ég af stað þessa söfnun inni á Karolina Fund til að fjármagna geisladiska, vínylplötur, boli og tónleika. Karolina Fund virkar þannig að maður setur eitthvert takmark sem maður stefnir á að ná að safna upp að. Ef manni tekst ekki að safna upp að takmarkinu verður ekkert úr þessu svo þetta er í raun svona allt eða ekkert síða. Þegar það var vika eftir var ég alls ekki viss um að þetta tækist hjá okkur en svo á síðustu dögunum fór allt á fullt og þetta tókst á síðustu klukkustundinni.”

– Stefán Elí

Hér fyrir neðan geta lesendur hlýtt á plötuna í heild sinni. Í samtali við SKE sagðist Stefán vera „afar ánægður með ferlið. Hellingur af fólki hjálpaði til við söfnunina og ég get ekki þakkað þeim nógu mikið. Útgáfutónleikarnir heppnuðust með prýði og ég er mjög þakklátur öllum þeim sem komu. Ég á ennþá til nóg af diskum, bolum og plötum svo endilega heyrið í mér ef þið hafið áhuga.“


Facebook: https://www.facebook.com/stefanelih/

Hér er svo myndband við lagið Switching Gears sem Stefán Elí gaf út í byrjun mars en lagið er að finna á plötunni.