Kött Grá Pje leggur hljóðnemann á hilluna: „Eintóm ljóð héðan í frá.“

Íslenskt

Atli Sigþórsson, betur þekktur sem rapparinn Kött Grá Pje, hefur sagt skilið við rappið í bili en þetta tilkynnti hann aðdáendum sínum á Twitter í gær (9. júlí):

„Kött Grá Pje er hætt sem rapp act. Fuck það. Skrifa og flyt eintóm ljóð héðan í frá. Takk fyrir mig. 🖤

– Kött Grá Pje

Í samtali við Nútímann í gær var allur vafi tekinn af:

Nánar: http://nutiminn.is/kott-gra-pj...

 Ég er „orðinn gamall karl og nörd — þarf að gera annað. Semja sjónvarpsþætti til dæmis.“

– Kött Grá Pje

Einnig hafði blaðamaður Vísis samband við rapparann en þar kemur fram að rapparinn ætli að einbeita sér að öðrum hliðum listarinnar: 

„Ég var búinn að vera að velta þessu fyrir mér og þetta varð ofan á, að þetta væri málið ... já, ég ætla bara að skrifa, skrifa bækur. Ég er búinn að klára handrit að bók sem á að koma út núna í haust hjá Bjarti.“

– Kött Grá Pje

Nánar: http://www.visir.is/g/20171707...

SKE kveður þennan mikla listamann í bili með endurhljóðblandaðri útgáfu af laginu Trilljón Skötur að ógleymdu laginu Brennum allt – en lagið geymir án vafa eitt beittasta erindi íslensku rappsögunnar.