Kött Grá Pje deilir tveimur óútgefnum lögum á Youtube

Íslenskt

Síðastliðinn 9. júlí lagði rapparinn Kött Grá Pje hljóðnemann á hilluna í því augnamiði að einbeita sér að ritlistinni: 

„Kött Grá Pje er hætt sem rapp act. Fuck það. Skrifa og flyt eintóm ljóð héðan í frá. Takk fyrir mig.

– Atli Sigþórsson (Kött Grá Pje)

En þó svo að rapparinn sé hættur að semja nýtt efni þá er ekki þar með sagt að lagerinn sé tómur; í dag (28. ágúst) kom hann aðdáendum sínum á óvart með því að deila tveimur lögum úr glatkistunni á Youtube. 

Lögin bera titlana Gef mér lók og Einmana rósapipar (sjá hér fyrir neðan).

Vonandi gildir það sama fyrir Kött Grá Pje og Tupac Shakur: Þó svo að kötturinn sé búinn að kveðja rapplistina (Tupac kvaddi þó ekki af sjálfsdáðum) þá fá aðdáendur samt sem áður að njóta nýs efnis með reglulegu millibili.