Lag dagsins—Jenn Champion: "O.M.G. (I'm All Over It)"

Fréttir

Í dag (19. júlí) gaf bandaríska söngkonan Jenn Champion (áður fyrr þekkt sem Jenn Ghetto úr hljómsveitinni Carissa's Wierd) út plötuna Single Rider. Platan geymir 13 lög og var taktsmíð plötunnar í höndum pródúsentsins SYML. Tilurð plötunnar á rætur að rekja til þeirrar hugmyndar söngkonunnar að „búa til plötu sem er blanda af Drake og Billy Joel.“

Nánar: https://pitchfork.com/reviews/...

Fyrsta lag plötunnar ber titilinn O.M.G. (I'm All Over It) en um er að ræða útvarpsvænan eyrnarorm sem fangar markmið söngkonunnar (sumsé þennan Drake / Billy Joel draum) ágætlega. Myndband við lagið kom út í maí (sjá hér að ofan).