Lag dagsins—S4U: "Heart" (myndband)

Fréttir

Síðastliðinn 6. júlí gaf breska hljómsveitin S4U (Something For You) út plötuna Heart 2 Say (sjá neðst)Hljómsveitin samanstendur af söngkonunni Rosita Bonita og taktsmiðinum Prinz George og er tvíeykið undir miklum áhrifum frá tíunda áratugnum, bæði hvað stíl og hljóm varðar. 

Platan Heart 2 Say geymir 12 lög og þar á meðal lagið Heart sem er í miklu uppáhaldi hjá SKE um þessar mundir (sjá hér að ofan). Fjallað er um plötuna á heimasíðu Pitch Fork í dag (16. júlí) en þar er blaðamaðurinn Dean Van Nguyen á sama máli: 

„Besta lag plötunnar, hins vegar, er lagið "Heart" en um er að ræða gott R&B lag sem er í senn fágað og svolítið kynlegt (á einhvern ótrúlegan hátt). Prinz George leggur grunninn með þykkum trommum og rokklegum, drjúpandi synth-a riff-um sem minna helst á Timbaland—en hljóma þó mun líflegri en flest allt sem Timbaland hefur gefið út síðastliðin ár. Rödd Bonita er skerandi, eins og blanda af T-Boz (TLC) og Brandy, sem styrkir enn fremur tengingu söngkonunnar við æskugoðin sín.“

– Dean Van Nguyen

Nánar: https://pitchfork.com/reviews/...

Hér fyrir neðan er svo platan Heart 2 Say á Spotify.