„Lagasmíð heilbrigð leið til að vinna úr óræðum tilfinningum.“ – SKE spjallar við Alviu

SKE Sport

Nýverið kíkti tónlistarkonan Alvia við í Reebok Fitness í Faxafeni með það fyrir sjónum að brenna nokkrar hitaeiningar (sjá hér að ofan) en heimsóknin var liður í myndbandsseríunni SKE Sport þar sem lista- og íþróttamenn svara nokkrum viðeigandi spurningum á meðan á æfingum þeirra stendur.

Líkt og fram kemur í viðtalinu segir Alvia að laga- og textasmíð sé heilbrigð leið til þess að vinna úr óræðum tilfinningum:

„Já, mér finnst það vera (...) heilbrigð leið til að vinna úr einhverju sem maður skilur kannski ekki alveg. Eins og til dæmis lagið 'Mjaw' sem var á mixteipinu 'Bubble Gum Bitch' (...) en það var ákveðin þerapía.“

– Alvia

Hér fyrir neðan geta lesendur hlýtt á fyrrnefnt lag (og plötu) en þess má einnig geta að platan Elegant Hoe eftir Alviu var tilnefnd sem plata ársins í flokki rappi og Hip Hop-i á Íslensku Tónlistarverðlaununum.