Lana Del Rey syngur bakraddir í nýju lagi Cat Power: "Woman"

Fréttir

Næstkomandi 5. október hyggst bandaríska söngkonan Cat Power gefa út plötuna Wanderer. 

Samkvæmt Wikipedia mun platan geyma 11 lög og þar á meðal lagið Woman—en Cat Power gaf út myndband við lagið í gær (15. ágúst). Eins og heyra má syngur söngkonan Lana Del Rey bakraddir í laginu. Myndbandinu leikstýrði Greg Hunt. 

Nánar: https://en.wikipedia.org/wiki/Wanderer_(Cat_Power_album)

Sex áru eru liðin frá því að Cat Power gaf út plötuna Sun sem kom út árið 2012. Söngkonan heldur í tónleikaferðalag í haust til þess að kynna plötuna. 

Hér fyrir neðan er svo inngangur plötunnar: Wanderer (intro).