Lauryn Hill endurheimtar "Nice For What" eftir Drake (myndband)

Fréttir

Lagið Nice For What eftir kanadíska rapparann Drake situr nú í 7. sæti Spotify yfir vinsælustu lög Íslands (þ.e.a.s. yfir þau lög sem íslenskir notendur hlusta hvað mest á). Eins og flestir vita er taktur lagsins smíðaður í kringum hljóðbút úr laginu Ex-Factor eftir goðsögnina Lauryn Hill, sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Fugees á sínum tíma. Í gær steig hin síðarnefnda á svið í Apollo leikhúsinu í New York og—líkt og blaðamaður Vulture orðaði það—endurheimti forræði yfir laginu og þá með því að endurhljóðblanda lagið á sviði (sjá hér að ofan)„Haldið þið virkilega að Lauryn Hill myndi leyfa Drake að nota tónlistina sína án þess að minna fólkið á hver situr við stjórnborðið,“ ritar Hunter Harris í grein sinni. 

See this is Ex-Factor /
He took the sample /
My shit is classic /
Here's an example / 

Nánar: http://www.vulture.com/2018/05...

Líkt og einnig kemur fram í greininni neitaði Lauryn Hill að gefa Kanye nokkrum West leyfi fyrir því að nota rödd hennar í laginu All Falls Down á sínum tíma: „Eftir á að hyggja vissi hún kannski eitthvað sem við vissum ekki.“ (Vulture, Hunter Harris)