Lefty Hooks & The Right Thingz á Horninu—fimmtudaginn 10. maí

Viðburðir

Næstkomandi fimmtudag (10. maí) stígur reggí-sveitin Lefty Hooks & The Right Thingz á svið í kjallara veitingahússins Hornsins. Aðgangur er ókeypis og verða léttar veitingarí boði fyrir gesti (án endurgjalds). Hornið er til húsa á Hafnarstræti 15 í 101 Reykjavík.

Nánar: https://www.facebook.com/event...

Lefty Hooks & The Right Thingz samanstendur af þeim Lindu Hartmanns (söngkonu), Gnúsa Yones (pródúsent / trommara), Checik Bangoura (slagverksleikara), Andreds Tosh (bassaleikara), Anítu Þórsdóttur (söngkonu) og Lefty Hooks (söngvara/rappara).

Síðast gaf hljómsveitin út myndband við lagið Out On A Limb og þar á undan gaf sveitin út myndband við lagið Happiness.