Leonard Cohen samdi ljóð um Kanye West—„Kanye West er ekki Picasso“

Fréttir

Síðastliðinn 2. október kom ljóðabókin The Flame út, tæpum tveimur árum eftir andlát höfundarins—kanadíska listamannsins Leonard Cohen. 

The Flame geymir ljóð, texta og prósa sem Cohen safnaði saman undir lok ævinnar.  

Nánar: https://consequenceofsound.net...

Á meðal þeirra ljóða sem eru að finna í bókinni er ljóðið Kanye West Is Not Picasso þar sem kanadíska skáldið virðist gera lítið úr mikillæti Kanye West og kollega hans Jay-Z.

Ljóðið má lesa í heild sinni hér að neðan (upprunalega deildi tónlistarkonan Amanda Shires því á Twitter og sköpuðust býsna líflegar umræður í kjölfarið):

Nánar: https://twitter.com/amandashir...

Sumir hafa velt því fyrir sér hvort að ljóð Cohen vísi til plötunnar The Life of Pablo, sem kom út tæpum 6 mánuðum áður en Cohen sálaðist, en þar sem ljóðið var ritað í mars 2015 verður það að teljast afar ólíklegt (titill plötunnar The Life of Pablo er skírskotun bæði í eiturlyfjabaróninn Pablo Escobar sem og spænska listmálarann Pablo Picasso). 

Nánar: https://genius.com/a/kanye-wes...

Þá á gagnrýni Cohen á Jay-Z að öllum líkindum rætur að rekja til lagsins Open Letter sem rapparinn gaf út árið 2013. Í laginu lýsir Jay-Z því yfir að hann sé Bob Dylan rapptónlistarinnar.

Nánar: http://americansongwriter.com/...

Mælum við eindregið með viðtali Terry Gross við Adam Cohen (son Leonard Cohen) í bandaríska ríkisútvarpinu (NPR). Í viðtalinu ræða Gross og Cohen ljóðabókina The Flame sem og væntanlega plötu Leonard Cohen.

Nánar: https://www.npr.org/2018/10/08...