Lexi Picasso, Birnir og Joey Christ í Gamla Bíó 25. maí

Fréttir

Næstkomandi 25. maí blæs Lexi Picasso til stórtónleika í Gamla Bíó og er þetta jafnframt í fyrsta skiptið sem rapparinn heldur tónleika undir eigin formerkjum. Sér til halds og trausts hefur hann fengið tvo vinsælustu rappara landsins—þá Birnir og Joey Christ—til liðs við sig. Tónleikarnir fara fram í samstarfi við Víking, Kronik, SKE og Norðurflug. 

Nánar: https://www.facebook.com/event...

Lexi Picasso hefur lengi verið þekktur í jaðarsenu íslensks rapps og hefur sannað sig sem einn sá fremsti þar í flokki. Í gegnum tíðina hefur Lexi unnið með nöfnum á borð við Reazy Renegade, Justice League og 808 Mafia sem eru meðal nánustu samstarfsmenn stærstu rappara heims. Í fyrra gaf hann út mixteipið Lexi Picasso á Soundcloud en platan fékk sérdeilis fínar viðtökur.Fáir hafa komið fram á sjónarsviðið með jafn miklum látum og þeir Birnir og Joey Christ en plata þess síðarnefnda vann tvenn verðlaun á Íslensku Tónlistarverðlaununum fyrr í ár. Fyrsta plata Birnis er enn væntanleg og bíður fólk í ofvæni eftir henni en ef dæma má útfrá vinsældum þeirra laga sem hann hefur gefið út mun útgáfan verða ein sú stærsta á þessu ári.

Forsala miða er hafin á tix.is en miðaverð er aðeins 1.650 kr.

Tix.is: https://tix.is/is/event/6085/l...

Hér fyrir neðan má svo sjá myndbönd frá heimsóknum rapparanna í útvarpsþáttinn Kronik ásamt viðtöl við Birnir og Lexi Picasso fyrir myndbandsseríuna SKE Blek.