Lil Wayne brjálaður út í Sádi-Arabíu

Gamla góða geitin hann Wayne skemmti sér ekki vel í Ríad

„Sjáumst bráðlega Ríad“ sagði Wayne á Twitter, fullur af bjartsýni og gleði á sunnudaginn. „Ég fer aldrei aftur til Ríad!!!“ sagði Wayne svo í dag, ekki svo glaður né bjartsýnn, að maður myndi að minnsta kosti halda. Rapparinn skellti sér til Sádi-Arabíu til að spila á tónleikum með kollegum sínum þeim Future og Tyga en virðist ekki hafa notið sín vel þarna fyrir austan.

Ekki er vitað afhverju þetta var svona leiðinleg ferð fyrir greyið Weezy F. Baby - en það stöðvar ekki internetið í að koma með ágiskanir. Margir Sádar á Twitter halda því fram að Weezy hafi reynt að taka með sér gras, en Sádarnir eru ekki hrifnir af vímuefnum og hafi því bara sagt honum að hypja sig í burtu.

Eitt er víst og það er að Lil Wayne lætur ekki sjá sig í Ríad aftur.