Lil Wayne langorður um skammbyssuna: "Pistol On My Side"—Alicia Keys (myndband)

Fréttir

Það styttist óðum í útgáfu plötunnar Poison eftir taktsmiðinn Swizz Beatz en um ræðir fyrstu plötuna sem Swizz gefur út í rúman áratug. 

Nánar: https://pitchfork.com/news/swi...

Í gær (13. september) gaf taktsmiðurinn aðdáendum forsmekk af sælunni með útgáfu myndbandsins Pistol On My Side (sjá hér að ofan) þar sem rapparinn Lil Wayne hótar öllu illu í bundnu máli. Alicia Keys, eiginkona Swizz Beatz, kemur einnig við sögu í myndbandinu. 

Poison kemur til með að skarta einvalaliði bandarískra rappara, þar á meðal Kendrick Lamar, Nas, Pusha-T, Young Thug, 2 Chainz, the Lox, Giggs og Jim Jones. 

Að lokum má þess geta að Lil Wayne hyggst gefa út plötuna Tha Carter V í september en plötunnar hefur verið beðið með mikillar eftirvæntingu.

Nánar: https://www.billboard.com/arti...