Lygileg stemning þegar Migos stigu á svið í Höllinni (Myndband)

Myndbönd

Það fór vart framhjá neinum að bandaríska þríeykið Migos steig á svið í Laugardalshöllinni síðastliðinn miðvikudag (16. ágúst). 

SKE var að sjálfsögðu á staðnum og náði ofangreindu myndbandi af innkomu sveitarinnar en eins og sjá má var stemningin frábær; fáir voru þó jafn hressir og ónefndur ungur maður sem sat á háhest á fylgdarmanni sínum og vaggaði sér af mikilli innlifun við tónlistina (ca. 01:15).

Þess má einnig geta að aðstoðarmanni þríeykisins brá heldur í brún þegar rapparinn Quavo ákvað að kasta síma eins aðdáanda síns aftur fyrir sig út í salinn eftir að téður aðdáandi rétti honum símann – af einhverjum óskiljanlegum ástæðum (ca. 02:10).