Mælginn flytur „Amen“ í hljóðveri Sýrlands

Sýrland Sessions

Í október fengu SKE og Stúdíó Sýrland nokkra rappara til liðs við sig. Hver rappari samdi eitt lag sem var síðar hljóðritað í hljóðveri Sýrlands. Samstarfið var liður í myndbandsseríunni Sýrland Sessions.

Í sjötta þætti seríunnar flytur rapparinn Mælginn (Viktor Steinar) lagið Amen í hljóðveri Sýrlands (sjá hér að ofan). Ásamt Mælginn koma þeir Ingvi Rafn (Bassi), Kristinn Roach (Píanó), Höskuldur Eiríksson (Trommur) og Hermann H. Bridde (Instrumental Playback) einnig fram.

Líkt og fram kemur í viðtalinu er þetta ekki í fyrsta skipti sem Mælginn athafnar sig í hljóðveri Sýrlands:

„Þetta var ekki fyrsta reynslan mín í Sýrlandi. Ég hef komið í Sýrland einu sinni áður. Á þeim tíma var Emmsjé Gauti nemi í skólanum. Ég held að ég hafi tekið upp sama lag—en Gauta tókst að týna öllum upptökunum. Þannig að ég vil kasta sérstökum kveðjum á Emmsjé Gauta; ég kláraði lagið í þetta skiptið.“

– Mælginn

Lesendur geta fylgst með Mælginn á Instagram og á Soundcloud. Þess má einnig geta að Mælginn kemur við sögu á nýjustu plötu Emmsjé Gauta, Fimm, og á nýlegu mixteipi rapparans GKR, ÚTRÁS. 

Instagram: https://www.instagram.com/vikt...

Soundcloud: https://soundcloud.com/maelgin...

Hér fyrir neðan eru svo fleiri þættir úr vefseríunni Sýrland Sessions.