Magnað myndband frá útgáfutónleikum JóaPé x Króla í Gamla Bíó

Kronik TV

Síðastliðinn 30. september steig tvíeykið JóiPé x Króli á svið í Gamla Bíó. Tilefnið var útgáfa plötunnar GerviGlingur en öll átta lög skífunnar sátu þá í tíu efstu sætum Spotify yfir vinsælustu lögin á Íslandi.

Kronik TV var á staðnum og tók upp ofangreint myndband af herlegheitunum – en eins og sjá má þá var stemningin afar góð. Þess má einnig geta að Kronik TV er nýr vikulegur þáttur sem verður gefin út á netinu til að byrja með.

Framleiðsla: Árni Júl
Tökumenn: Bryngeir Vattnes, Ívar Orri Ómarsson
Letur: Steinn Þorkelsson

Hér er svo myndband við lagið B.O.B.A. sem er jafnframt vinsælasta íslenska rapplagið í ár; myndbandið hefur verið spilað tæplega 520.000 sinnum á Youtube frá því að það var gefið út í byrjun september.