Matthildur flytur lagið "Wonder" í hljóðveri SKE (myndband)

SKE Sessions

Síðastliðinn 9. ágúst gaf söngkonan Matthildur út lagið Wonder á Spotify (sjá hér fyrir neðan) en um ræðir fyrsta lagið sem söngkonan gefur út undir eigin formerkjum. 

Nokkrum vikum fyrir útgáfu lagsins leit Matthildur við í hljóðver SKE og flutti lagið fyrir myndbandsseríuna SKE Sessions (sjá hér að ofan). Magnús Jóhann Ragnarsson sá um undirspilið.


Hér fyrir neðan geta lesendur einnig séð Matthildi flytja ábreiður af lögunum I'm So Into You eftir Tamia og Thinking Of You efitr Mabel Mcvey.

Að lokum má þess einnig geta að i tilkynningu sem fylgdi útgáfu Wonder á Facebook-síðu Matthildar gaf söngkonan einnig til kynna að meira efni væri á leiðinni—sem veit svo sannarlega á gott.