Matthildur með ábreiðu af laginu "So Into You" eftir Tamia

SKE Sessions

Árið 1998 gaf kanadíska söngkonan Tamia út lagið So Into You. Lagið sló í gegn og klifraði upp í 7. sæti Billboard yfir vinsælustu Hip Hop og R&B lögin í Bandaríkjunum. 

Fimm árum síðar gaf rapparinn Fabolous út eigin útgáfu af laginu sem naut einnig mikilla vinsælda; gjörvallt árið 2003 sat lagið sem fastast á lista Billboard yfir 100 vinsælustu lög Bandaríkjanna. 

Í gegnum tíðina hafa fjölmargir tónlistarmenn flutt ábreiðu af laginu og þar á meðal rapparinn og söngvarinn Childish Gambino sem tók lagið í Like A Version fyrir áströlsku útvarpsstöðina Triple J. 

Fyrir stuttu kíkti söngkonan Matthildur Hafliðadóttir í hljóðver SKE og flutti ábreiðu af laginu (sjá hér að ofan). Magnús Jóhann Ragnarsson sá um undirspilið.