Megan kynnir og rappar á AMA, Taylor Swift fer heim með allt draslið

Gamla góða rappið hefði nú mátt hirða fleiri verðlaun á AMA hátíðinni í gær en svona er þetta bara stundum.

Magga Stóðhestur (sorrí, ætla aldrei að skrifa né segja þetta aftur) var einn af kynnum kvöldsins á American Music Awards hátíðinni (AMAs eins og hátíðin kallast í daglegu tali), sem fór fram í gær. Megan hefur risið hratt upp á stjörnuhimininn í rappheiminum og það að hún sé kynnir á þessari stóru hátíð segir sitt. Til að undirstrika hvað hlutirnir eru geggjaðir hjá henni henti hún í eitt nett freestyle á leiðinni heim eftir giggið og smellti inn á grammið sitt.

lil sum after the AMA’s #realhotgirlshit👅
A post shared by Hot Girl Meg (@theestallion) on

Annars var það Taylor Swift sem var kona kvöldsins á AMA hátíðinni, hún hirti einhvern slatta af verðlaunum og sló met Michael Jacksons í að hirða verðlaun á hátíðinni. Cardi B var valinn uppáhalds rapparinn og Old Town Road besta rapplagið.