Migos koma fram í Laugardalshöllinni 16. ágúst

Viðburðir

Hip-Hop hljómsveitin Migos hefur staðfest komu sína til landsins og ætlar að troða upp í Laugardalshöllinni þann 16. ágúst. Samkvæmt forsvarsmönnum tónleikanna er stefnt að því að ein erlend og ein íslensk stjarna hiti upp. Upphitunaratriði verða staðfest þegar nær dregur. 

Miðasala hefst 2. júní kl. 10:00 á www.tix.is/migos og hefst sérsrtöku forsala Senu Live daginn áður. Áhugasamir geta skráð sig á http://bit.ly/SenaLive

Miðinn kostar 9.990 ISK og er um eitt standandi verðsvæði að ræða. Ekkert aldurstakmark er á tónleikana sjálfa en áfengi verður aðeins selt á afmörkuðum svæðum (20 ára aldurstakmark gildir inn á þau svæði og verða bjórþyrstir að framvísa skilríkjum.) Húsið opnar kl.19:00 og tónleikarnir hefjast kl.20:00.

Nánar: http://www.sena.is/vidburdir/v...