Mike Skinner (The Streets) í nýju myndbandi Jorja Smith: "Blue Lights"

Fréttir

Í byrjun maí gaf breska söngkonan Jorja Smith út myndband við lagið Blue Lights (sjá hér að ofan) en lagið verður að finna á plötunni Lost & Found sem kemur út í byrjun júní. Myndbandinu leikstýrði Olivia Rose og var það pródúsentinn Joice sem smíðaði taktinn.

Bresku rappararnir Mist, Preditah og Jaykae bregða fyrir í myndbandinu ásamt goðsögninnni Mike Skinner (forsprakki hljómsveitarinnar The Streets). Í fréttatilkynningu sem fylgdi útgáfunni lýsti Jorja Smith myndbandinu með eftirfarandi orðum:

„Mig langaði að fanga hversdagslíf stráka og karlmanna frá Walsall og Birmingham til þess að sýna fram á að þessar staðalímyndir sem þeir þurfa að búa við eru bæði villandi og skaðlegar. Walsall var fyrir valinu sem sögusvið vegna þess að það er heimabær minn sem veitti mér jafnframt innblástur við smíð lagsins.“

– Jorja Smith

Hér fyrir neðan eru svo fleiri lög eftir Jorja  Smith.