„Mikil vellíðan sem fylgir dansi“—SKE spjallar við Siggu Soffíu (myndband)

SKE Sport

Nýverið kíkti SKE í heimsókn til dansarans Siggu Soffíu (sjá hér að ofan) en heimsóknin var liður í myndbandsseríunni SKE Sport þar sem lista- og íþróttafólk svara nokkrum viðeigandi spurningum á meðan á æfingum þeirra stendur.

Líkt og fram kemur í viðtalinu opnaði Sigga Soffía sýninguna Hamskiptin: augnablikið vs. varanleikin í samstarfi við myndlistarmanninn Helga Má í Gallery Listamenn. Sýningin stendur yfir til 5. maí.

Aðspurð hvort að allir ættu að dansa svaraði Sigga því játandi:

„Hreyfing er svo mikilvæg. Hún hefur mikil andleg áhrif—og það er mikil vellíðan sem fylgir því. Ég kann að meta það þegar maður ofreynir sig í ræktinni, þá verður maður svo svakalega slakur og rólegur. Þá er manni alveg sama um rigninguna og slagviðrið og stormviðvörun númer 62—um sumar.“

– Sigga Soffía

Hér fyrir neðan er svo hlekkur á Facebook-síðu sýningarinnar:

https://www.facebook.com/event...