Missy Elliott deilir mynd af sér og Björk: „Þú ert goðsögn!“

Fréttir

Síðastliðna helgi (21. til 23. júlí) fór tónlistarhátíðin FYF fram í Los Angeles. 

Fjölmargir þekktir tónlistarmenn stigu á svið og má þar helst nefna Frank Ocean, Nine Inch Nails, A Tribe Called Quest, Erykah Badu, Missy Elliott og Björk.

Ef eitthvað er að marka viðbrögð gesta á samfélagsmiðlum þá var íslenska söngkonan Björk einn af hápunktum hátíðarinnar – hvort sem hún var á sviðinu eða ekki. 

Myndband af Björk og söngkonunni Beyoncé að dilla sér á hliðarlínunni á meðan á tónleikum Missy Elliott stóð vakti mikla lukku (sjá hér fyrir neðan, ca. 0:13).

Einnig má segja að einn fyndnasti FYF þráðurinn á Twitter hafi komið í kjölfar teikningu sem notandinn Vanessa Franko deildi af Björk.

En gestir hátíðarinnar voru ekki þeir einu sem voru ánægðir með íslensku söngkonuna; þann 22. júlí deildi Missy Elliott mynd af sér og Björk undir yfirskriftinni 

„Þú ert goðsögn! Og tónlistin þín, bítin og sköpunarkraftur þinn hafa lengi verið innblástur fyrir fólk eins og mig! Við skemmtum okkur svo vel á FYFFest. Ég elska þig svo mikið.“

"YOU are LEGENDARY! & your MUSIC & BEATS & CREATIVITY have been inspiring for ppl like me! We had a blast @ the  I ❤️u much🤗"

Tónleikar Bjarkar fengu frábæra dóma og þar á meðal í Los Angeles Times.

Nánar: http://www.latimes.com/enterta...

Björk, skrautleg að vanda.