„Myndband ársins?“—Childish Gambino gefur út "This Is America"

Fréttir

Síðastliðinn 5. maí gaf rapparinn Childish Gambino—sem heitir réttu nafni Donald Glover—út myndband við lagið This Is America (sjá hér að ofan). Myndbandinu leikstýrði Hiro Murai, sem leikstýrði einnig flestum þáttum sjónvarpsseríunnar Atlanta (handritið skrifaði Donald Glover og leikur hann einnig aðalhlutverkið). Þar að auki hefur Hiro Murai einnig leikstýrt öðrum tónlistarmyndböndum og þá fyrir listamenn á borð við Flying Lotus og Massive Attack. 

Í þessum rituðu orðum er This Is America vinsælasta myndbandið á Youtube ("#1 Trending") og eru fjölmargir á því að hér sé á ferðinni eitt áhrifamesta myndband ársins; blaðamaður áströlsku vefsíðunnar Junkee, Jules Levefre, lýsir This Is America sem kjarkmikilli athugun á skotvopnamenningu Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í grein sem Levefre birti á Junkee undir yfirskriftinni Góðan daginn, Childish Gambino var að gefa út myndband ársins.

Nánar: http://junkee.com/childish-gam...

Myndbandið hefur einnig vakið sterk viðbrögð á Twitter. Hér fyrir neðan eru nokkur tíst sem veita ágætis innsýn inn í viðbrögð áhorfenda.