Myndband Reykjavíkurdætra við "Reppa heiminn" komið aftur á netið

Íslenskt

Síðastliðinn 24. ágúst gáfu Reykjavíkurdætur út myndband við lagið Reppa heiminn á Youtube. Degi seinna hins vegar neyddust Dæturnar til að fjarlægja myndbandið af Youtube vegna leyfismála. 

Í gær (9. október) hlóð hljómsveitin loks myndbandinu upp á ný þar sem senur úr umdeildri einkaflugvél hafa verið ritskoðaðar. 

Bítið pródúseraði BLKPRTY og var leikstjórn myndbandsins í höndum Kolfinnu Nikulásdóttur sem á ekki erindi í laginu í þetta skiptið. Líkt og kom fram í viðtali við Kolfinnu á Vísi á sínum tíma agðist hún hafa notið þess vel að standa hinum megin við myndavélina:

„Þetta er reyndar fyrsta myndband sem ég leikstýri en ekki það síðasta. Mér fannst mjög gaman að vera þarna megin við myndavélina og leikstjórn er klárlega eitthvað sem ég ætla að leggja fyrir mig.“

– Kolfinna Nikulásdóttir (Vísir.is)

Nánar: http://www.visir.is/g/20171708...

Hér fyrir neðan má svo sjá flutning Reykjavíkurdætra á umræddu lagi í útvarpsþættinum Kronik.