Noisey frumsýnir nýtt myndband eftir Sturla Atlas: Time

Tónlist

Í dag frumsýndi vefsíðan Noisey (sem er jafnframt hluti af vefsíðunni Vice) nýtt 
myndband eftir Sturla Atlas. Lagið ber titilinn Time og er það Jóhann Kristófer 
Stefánsson sem leikstýrir myndbandinu.

Fara þau Thelma Torfadóttir og Sigurbjartur Sturla Atlason með aðalhlutverkin. 

Í viðtali við Noisey ræðir Sturla tilurð lagsins nánar:

„Lagið fjallar um togstreituna á milli þess að langa í eitthvað, en að vita, að sama skapi, að tiltekið fyrirbæri sé ekki ekki gott fyrir þig – að það muni særa þig á endanum. Þetta getur átt við um ástina, fíknina, meðvirknina og margt, margt fleira.“

– Sturla Atlas

Í greininni kemur einnig fram að Time sé fyrsta lagið af væntanlegri plötu Sturla Atlas sem kemur út 16. mars og mun heita 101 Nights.

Nánar: https://noisey.vice.com/en_ca/...