Nokkrar áhugaverðar staðreyndir um nýja Drake myndbandið: "Nice For What"

Áhugavert

Síðastliðinn 6. apríl gaf kanadíski rapparinn Drake út myndband við lagið Nice For What (sjá hér að ofan) en líkt og flest önnur lög sem rapparinn sendir frá sér hefur það notið mikilla vinsælda; í þessum rituðu orðum hefur myndbandið verið skoðað tæplega níu milljón sinnum á Youtube og verið spilað svipað oft á streymisveitunni Spotify. 

Í tilefni útgáfunnar tók SKE saman nokkrar áhugaverðar staðreyndir um myndbandið og lagið—sem ekki eru á allra vitorði.

1. Hin kanadíska Karena Evans leikstýrði myndbandinu en hún er aðeins 22 ára gömul. Evans leikstýrði einnig myndbandinu "God's Plan" sem Drake gaf út í febrúar.

2. "Nice For What" inniheldur lagbút úr laginu "Ex Factor" eftir Lauryn Hill. "Ex Factor" er að finna á plötunni "The Miseducation of Lauryn Hill" sem kom út árið 1998.

3. Í myndbandinu getur að líta 15 fyrirmyndarkonur: ballerínuna Misty Copeland, grínistann Tiffany Haddish og leikkonurnar Rashida Jones, Zoe Saldana, Letitia Wright, Tracee Ellis Ross, Yara Shahidi, Michelle Rodriguez, Bria Vinaite, Emma Roberts, Jourdan Dunn, Issa Rae og Olivia Wilde.

4. Murda Beatz (Shane Lee Lindstrom) smíðaði taktinn en hann er aðeins 24 ára gamall. Murda Beatz hefur einnig séð um taktsmíð fyrir lög á borð við "Motor Boat," "Butterfly Effect," "4 AM," og svona mætti lengri halda áfram að telja.

5. "Nice For What" fór ekki í 1. sæti Spotify yfir vinsælustu lög streymisveitunnar á heimsvísu en aðeins vegna þess að lagið "God's Plan" eftir Drake sjálfan kom í veg fyrir það.

Hér að lokum eru nokkur fyndin tíst.