Nokkrar óvæntar staðreyndir um rapptónlist (Tetriz Special)

Áhugavert

Fyrsta föstudag hvers mánaðar fer útvarpsþátturinn Tetriz í loftið á X-inu 977. Þátturinn er í umsjá plötusnúðsins Benedikts Freys Jónssonar—betur þekktur sem DJ B-Ruff—sem hefur það fyrir stafni að gera Hip Hop tónlist frá gamla skólanum hátt undir höfði.

Næsti þáttur Tetriz fer í loftið í hádeginu í dag (4. maí) en í tilefni þess tók SKE saman nokkrar áhugaverðar staðreyndir um rappara og rapptónlist. 

1. Busta Rhymes ljáði risaeðlunni Reptar rödd sína í teiknimyndinni Rugrats.

Leikarinn John Schuck var rödd risaeðlunnar í flestum þáttum Rugrats (að einum þætti undanskildum) en rapparinn Busta Rhymes ljáði Reptar rödd sína í fyrstu Rugrats kvikmyndinni. Busta Rhymes er ekki eini rapparinn sem hefur talsett teiknimynd en þess má einnig geta að Ludacris lék tannkrem í The Simpsons; Cee Lo lék sjálfan sig í American Dad; og Eminem reifst við Stewie í The Family Guy. 

2. Uppáhalds frasi menntskælingsins Drake var "Bling Bling" en hann ritaði síðar undir plötusamning hjá manninum sem gerði frasann frægan.

Samkvæmt Wikipedia á frasinn Bling Bling rætur að rekja til fyrstu plötu rapparans Dana Dane—Dana Dane With Fame—sem kom út árið 1987. Á plötunni vísaði frasinn til þeirra áhrifshljóða ("sound effects") sem gjarnan hljómuðu (og hljóma eflaust enn) í teiknimyndum til þess að vekja athygli á skartgripum eða glingri. Sem menntskælingur var frasinn í miklu uppáhaldi hjá kanadíska rapparanum Drake en síðar ritaði hann undir plötusamning hjá Young Money útgáfufyrirtækinu. Plötufyrirtækið stofnaði Lil Wayne en hann er almennt talinn vera ábyrgur fyrir því að frasinn varð vinsæll á ný. Lil Wayne gaf út samnefnt lag, þ.e.a.s. Bling Bling, ásamt rapparanum Juvenile árið 1999.

3. Þegar Tupac sat inni ritaði Jim Carrey honum bréf til þess að gleðja hann.

Jim Carrey var í miklu uppáhaldi hjá rapparanum Tupac en á vissum kimum netsins er því haldið fram að Carrey hafi verið uppáhalds leikari rapparans (þó fundum við enga beina tilvísun í rapparann sjálfan sem staðfestir þennan orðróm). Þess má einnig geta að goðsögnin Tony Danza—sem gerði garðinn frægan í Taxi og Who's the Boss?—ritaði Tupac einnig bréf á meðan hann sat inni (sjá hér fyrir neðan).

4. Nas var fyrsti rapparinn frá New York til þess að rappa yfir bít frá Dr. Dre og einnig fyrstur til þess að rappa inn á plötu eftir Wu-Tang meðlim, þ.e.a.s. án þess að vera meðlimur sveitarinnar.

Dr. Dre smíðaði takt lagsins Nas Is Coming sem er að finna á plötunni It Was Written sem kom út árið 1996 en var þetta í fyrsta skiptið sem Dre vann með rappara frá New York. Nas rappaði einnig inn á lagið Verbal Intercourse sem er að finna á plötunni Only Built 4 Cuban Linx sem Raekwon gaf út árið 1994 og var það í fyrsta skiptið sem rappari sem ekki tilheyrir Wu-Tang Clan rappaði inn á lag ásamt meðlimum sveitarinnar.

5. Það tók ólátabelginn Kanye West aðeins 15 mínútur að smíða takt lagsins "Otis" sem hann gaf út í samstarfi við Jay-Z.

Sagan segir að Kanye West hafi smíðað taktinn við lagið Otis á aðeins 15 mínútum.Takturinn er, eins og flestir vita, smíðaður í kringum hljóðbút úr laginu Try A Little Tenderness eftir goðsögnina Otis Redding (lagið heitir jafnframt í höfuðið á söngvaranum sáluga). Samkvæmt Lenny Santiago, yfirmanni hjá fjölmiðlafyrirtækinu Roc Nation, var Kanye staddur á Mercer hótelinu í New York, þar sem platan Watch the Throne var að mestu tekin upp. Kanye var á leiðinni í flug og var við það að verða seinn þegar hann spilaði nýjan takt sem hann hafði verið að vinna í fyrir viðstaddi. Byrjaði hann svo að fínpússa taktinn í 15-20 mínútur, þó svo að það væri verið að reka á eftir honum. Hann tók séns á því að missa af fluginu—og sem betur fer. 

Nánar: http://www.complex.com/music/2...

6. Dr. Dre dvaldi eitt sinn í hljóðverinu í 79 klukkustundir samfleytt án þess að sofa.

Sú spurning sem atvinnurekendur beina gjarnan að umsækjendum er Hvað hefurðu farið lengi án svefns til þess að vinna í því sem þú hefur ástríðu fyrir?“ Spurningin á að skera úr um hvort að umsækjandinn sé nægilega mótiveraður og hvort að viðkomandi geti verið ósérhlífinn þegar þess þarf. Í viðtali Cal Fussman við taktsmiðinn Dr. Dre fyrir Variety kemur fram að hinn síðarnefndi hafi eitt sinn vakað í 79 klukkutíma til þess að smíða takta: Þegar maður er kominn í þetta flæði, þá er þetta eins og víma. Maður vill ekki að þetta hætti.“

Nánar: http://www.complex.com/music/2...

7. Eminem klæddist skotheldu vesti þegar hann hljóðritaði lagið "Moment of Clarity" með Jay-Z (Eminem pródúseraði lagið).

Lagið er að finna á plötunni The Black Album sem kom út árið 2003Í viðtali við MTV lýsti Jay-Z hittingnum með eftirfarandi orðum:

„Við ræddum þetta aldrei en ég man eftir því þegar Eminem mætti í hljóðverið. Þetta var árið 2003. Platan "The Eminem Show" var nýkomin út, minnir mig, og hann var stærsti rappari heims—var búinn að selja eitthvað í kringum 20 milljón plötur ... ég man þegar ég faðmaði hann og fann það strax að hann var í skotheldu vesti. Ég gat ekki ímyndað mér að fagna slíkri velgengni. Ég meina hér var einstaklingur sem elskaði rapptónlist og var búinn að reyna ná langt alla sína ævi. Svo kemst hann loks á þann stað og þá er þrumuský sem vofir yfir honum.“

– Jay-Z

Nánar: http://www.mtv.com/news/162966...