Nokkrar staðreyndir um Pusha T—í tilefni útgáfu "Daytona"

Áhugavert

Í dag (25. maí) sendi rapparinn Pusha T frá sér plötuna Daytona á Spotify. Platan inniheldur sjö lög og smíðaði Kanye West alla takta plötunnar. Kanye West á jafnframt eitt erindi á plötunni og það á kollegi hans, rapparinn Rick Ross, líka.

Platan hefur fengið fínar viðtökur en hún fékk t.d. 8.3 í einkunn á tónlistarsíðunni Pitchfork. Gagnrýnandinn Paul A. Thompson segir að Daytona sé „besta plata Pusha T sem sóló-listamaður.“

Nánar: https://pitchfork.com/reviews/...


Í tilefni útgáfunnar tók SKE saman nokkrar áhugaverðar staðreyndir um þennan knáa rappara.

1. T-ið í Pusha T stendur fyrir Tonn

Það er lítið annað til umræðunnar í lagatextum Pusha T en fíkniefnasala en þaðan er listamannsnafnið Pusha T jafnframt sprottið. Slanguryrðið Pusher á ensku merkir Fíkniefnasali og síðari hluti nafnsins, Ton (Tonn), er til staðfestingar um hversu gríðarlega mikið magn af fíkniefnum Pusha er búinn að koma í verð, að eigin sögn. Pusha T heitir réttu nafni Terrence LeVarr Thornton.

2. Pharrell Williams átti þátt í fyrsta plötusamning Pusha T

Árið 1997 undirrituðu Pusha T og bróðir hans Malice—sem saman mynduðu tvíeykið Clipse—plötusamning við fyrirtækið Elektra og þá með fulltingi tónlistarmannsins Pharrell WilliamsFyrsta plata sveitarinnar, Exclusive Audio Footage, kom aldrei út sökum þess að smáskífan ("single") The Funeral náði ekki nægilegum vinsældum. Samningum var rift skömmu síðar. Clipse hættu árið 2009 í kjölfar útgáfu plötunnar Til the Casket Drops. 

3. Pusha T var ugla í fyrra lífi, að eigin sögn

Í viðtali við Montreality lét Pusha T þau ummæli falla að hann hefði verið ugla í fyrra lífi: „Uglur eru athugular og vitrar,“ sagði hann í viðtalinu.

4. Uppáhalds plata Pusha T er "Breaking Atoms" eftir hljómsveitina Main Source.

Platan Breaking Atoms eftir Main Source kom út árið 1991. Samkvæmt blaðamanninum Phillip Mlynar er Breaking Atoms ein af uppáhalds plötum Pusha T og jafnframt sú plata sem rapparinn myndi hvað helst vilja hlýða á í heild sinni í lifandi flutningi. Lagið Looking at the Front Door er uppáhalds lagið hans á plötunni. 

5. Takturinn við "Grindin'" var næstum farinn til Jay-Z

Lagið Grindin' eftir tvíeykið Clipse kom Pusha T á kortið. Sagan segir að stuttu eftir að Pharrell smíðaði taktinn hringdi hann í Pusha T og bauð honum bítið. Hótaði hann jafnframt að gefa Jay-Z taktinn ef Pusha T myndi ekki mæta í hljóðverið undireins og semja rímur: „Hann gekk svo langt að hóta því að gefa Jay-Z taktinn ef ég myndi ekki mæta á svæðið strax.“ Pusha T tók vitaskuld réttu ákvörðun og hoppaði upp í leigubíl án tafar; Grindin' var mikill slagari. 

6. Pusha T hefur lengi átt í illdeilum við Lil Wayne

Fjandskapur Pusha T og Lil Wayne á rætur að rekja til ársins 2002 þegar Birdman gaf út lagið What Happened to that Boy í samstarfi við Pusha T. Árið 2006 var Lil Wayne svo misboðið þegar lagið Mr. Me Too kom út að sökum þess að hann fannst texti lagsins beinast að sér. Síðar gaf Lil Wayne út lagið Ghoulish þar sem hann skýtur á Pusha: "Fuck Pusha T and anybody that love him / His head up his ass, I'ma have to head-butt him /." Pusha T fannst ekki mikið til lagsins koma og lét þau ummæli falla að það væri hörmulegt og ekki svaravert. 

Blaðamaðurinn Israel Daramola heldur því fram að Pusha T dissi bæði Lil Wayne og Drake í síðasta lagi Daytona: 

The game’s fucked up, ni$#as’ beats is banging
Nigga, ya hooks did it /
The lyric pennin’ equal to Trump’s winnin’ /
The bigger question is how the Russians did it /
It was written like Nas /
But it came from Quentin /

Línan vísar í þann orðróm að rappari að nafni Quentin Miller skrifi endrum og sinnum rímurnar hans Drake.

Nánar: http://www.thefader.com/2018/0...