Ný plata frá Nas: "Nasir"—hlustaðu á plötuna í heild sinni hér

Fréttir

Rétt eftir miðnætti í gær (14. júní) fagnaði rapparinn Nas útgáfu plötunnar Nasir og þá með þar til gerðu hlustunarpartíi í Queens, New York. 

Meðal gesta voru Pusha T, Havoc (Mobb Deep), Kanye West og Chris Rock. Hægt er að hlýða á plötunni í heild sinni hér fyrir ofan (hljóðið byrjar ca. 04:35). Eins og sjá má var mætingin mjög góð. 

Nasir er ellefta hljóðversplata Nas en Kanye West pródúseraði öll lög plötunnar. Er þetta jafnframt fjórða sjö-laga platan sem Kanye West pródúserar með stuttu millibili: plötunnar Ye, Daytona og Kids See Ghosts hafa allar komið út síðastliðnar vikukr. 

Lagalisti Nasir er svohljóðandi (sjá hér fyrir neðan) samkvæmt Twitter-færslu sem Kanye West birti fyrr á árinu. 

Nánari umfjöllun um plötuna má finna á Pitchfork:

Nánar: https://pitchfork.com/news/nas...

Hér fyrir neðan eru svo nokkrar myndir frá fyrrnefndu hlustunarpartí. Vonandi að platan rati inn á streymisveitur sem allra fyrst en heyrst hefur að Nasir verði aðgengileg á Spotify klukkan 15:00 í dag.