Ný plata væntanleg frá Chance the Rapper og Kanye West

Fréttir

Tvö ár eru liðin frá því að rapparinn Chance the Rapper sendi frá sér plötuna Coloring Book. Platan fékk frábæra dóma og vann meðal annars til verðlauna á hinni mikilsvirtu Grammy verðlaunahátíð í Bandaríkjunum. 


Síðan þá hafa margir aðdáendur rapparans beðið eftir nýrri plötu—og er nú útlit fyrir því að biðin sé senn á enda; í viðtali við útvarpsmanninn Peter Rosenberg fyrir helgi sagði rapparinn að ný sjö laga plata í samstarfi við Kanye West væri á döfinni  (sjá hér að ofan). Aðspurður hvenær platan kæmi út sagði Chance að stefnan væri að klára plötuna í júlí. Með útgáfu plötunnar kæmist Chance the Rapper þar með í hóp með Pusha T, Kid Cudi, Teyana Taylor og Nas—sem öll hafa gefið út sjö laga plötur í samstarfi við Kanye West í sumar. 

Þess má einnig geta að Chance hyggst gefa út lengri plötu með tónlistarmanninum Childish Gambino og er sú plata væntanleg á næstunni. Líkt og fram kemur í viðtalinu hafa tónlistarmennirnir tveir, sumsé Chance the Rapper og Childish Gambino, samið sex lög saman (sem eru öll hver mjög góð að sögn rapparans). Stefna þeir félagar á að klára átta lög í viðbót. 

Nánar: https://pigeonsandplanes.com/n...

Hér fyrir neðan eru þau lög sem hafa staðið upp úr af fyrrnefndum sjö laga plötum sem Kanye West pródúseraði, að mati SKE.