„Nýbúinn að átta mig á því að ég mun deyja.“—Sigurbjartur Sturla (Í bílnum)

Í bílnum

Nýverið fór SKE á rúntinn með tónlistarmanninum Sigurbjarti Sturlu Atlasyni (Sturla Atlas) en rúnturinn var liður í myndbandsseríunni Í bílnum (sjá hér fyrir ofan) þar sem SKE ræðir við listakonur og menn á ferðinni um götur Reykjavíkur.

Tilefni rúntsins—ef hægt er að tala um slíkt—var útgáfa myndbandsins No Tomorrow sem Sturla Atlas gaf út í byrjun maí (sjá neðst).

Líkt og fram kemur í viðtalinu hefur Sigurbjartur glímt við svokallaðan heilsukvíða síðastliðin misseri en að hans sögn var kvíðinn, að einhverju leyti, innblásturinn á bak við myndbandið: 

„Síðastliðin tvö ár fæ ég stundum svona heilsukvíða. Það er mjög skrítið—en ég er nýbúinn að átta mig á því að ég mun deyja. Ég hef eignast mörg systkyni í seinni tíð, eftir að ég varð tvítugur, og maður verður stundum lífshræddur um þau líka. Þetta er alveg fáránlegt.“

– Sigurbjartur Sturla

Að lokum minnum er vert að minnast á að eldri þættir úr seríunni Í bílnum eru aðgengilegir á SKE.is og á Youtube.