Alexander Jarl gefur út myndband við lagið "SSRI"

Fréttir

Í gær (13. nóvember) sendi rapparinn Alexander Jarl frá sér ofangreint myndband en um ræðir sjónrænt efni ("visuals") sem listamaðurinn drwster hannaði fyrir lagið SSRI sem finna má á plötunni Ekkert er eilíft. Lagið pródúseraði Helgi Ársæll.

Ekkert er eilíft er fyrsta hljóðversplata rapparans en platan – sem kom út síðastliðinn 12. október – inniheldur 12 lög og skartar þremur gestum: Emmsjé Gauta, GKR og Isak Douah. 

Hér fyrir neðan er hægt að hlýða á plötuna í heild sinni á Spotify: