Nýtt frá 2 Chainz og Travis Scott: 4 AM

Erlent

Um helgina gaf rapparinn 2 Chainz aðdáendum sínum sýnishorn úr nýju lagi með rapparanum Travis Scott. Lagið ber titilinn 4 AM og skartar viðlagi frá La Flame (Travis Scott), erindum frá 2 Chainz og bíti frá Murda Beatz og Cubeatz. Var það svo í gær (30. maí) sem lagið leit loks dagsins ljós (sjá hér fyrir ofan).

Lagið verður að finna á plötunni Pretty Girls Like Trap Music en Chainz afhjúpaði einnig lagalista plötunnar í gær, sem er svohljóðandi:

1. "Saturday Night"
2. "Riverdale Rd"
3. "Good Drank" f/ Gucci Mane and Quavo
4. "4 AM" f/ Travis Scott
5. "Door Swangin"
6. "Realize" f/ Nicki Minaj
7. "Poor Fool" f/ Swae Lee
8. "Big Amount" f/ Drake
9. "It’s a Vibe" f/ Ty Dolla $ign, Trey Songz, and Jhené Aiko
10. "Rolls Royce Bitch"
11. "Sleep When U Die"
12. "Trap Check"
13. Blue Cheese f/ Migos
14. "OG Kush Diet"
15. "Bailan" f/ Pharrell
16. "Burglar Bars" f/ Monica

Eins og sjá má hér fyrir ofan vantar ekki góða gesti á plötuna en Nicki Minaj, Migos, Pharrell, Drake, Monica og fleiri ljá plötunni rödd sína. Platan Pretty Girls Like Trap Music er væntanleg næstkomandi 16. júní. 

Þess má einnig geta að 2 Chainz hefur þegar gefið út myndbönd við lögin Good Drank og It's A Vibe (sjá hér fyrir neðan):

Lagið 4 AM er einnig komið á Spotify: