Nýtt frá Alexander Jarl: Láttu í friði (myndband)

Íslenskt

Rapparinn Alexander Jarl sendi frá sér myndband við lagið Láttu í friði í dag (12. júní 2017). Lagið pródúseraði Helgi Ársæll og sáu ReddLights um masteringu lagsins. Í tilkynningu sem fylgdi útgáfu lagsins á Facebook tjáði rapparinn aðdáendum sínum að lagið myndi rata inn á streymisveituna Spotify í vikunni.

Þess má geta að Alexander Jarl var gestur útvarpsþáttarins Kronik síðastliðið laugardagskvöld þar sem hann frumflutti lokaútgáfu lagsins á öldum ljósvakans (myndband af viðtalinu mun rata inn á ske.is á næstu dögum).

Alexander Jarl kemur fram á Secret Solstice í Gimli laugardaginn 17. júní kl. 17:45.