Nýtt myndband frá Anderson .Paak: "Bubblin"—plata í samstarfi við Dr. Dre væntanleg

Fréttir

Tónlistarmaðurinn fjölhæfi Anderson .Paak vinnur nú að nýrri plötu en síðast gaf .Paak út plötuna Malibu fyrir rúmum tveimur árum síðan. Malibu hlaut einróma lof gagnrýnenda og var meðal annars tilfefnd til Grammy-verðlauna. 

Í gær (17. maí) gaf Anderson .Paak aðdáendum sínum forsmekk af plötunni með útgáfu nýs myndbands við lagið Bubblin á Youtube (sjá hér að ofan). Myndbandinu leikstýrði Calmatic og var það Jhalil Beats sem smíðaði taktinn.

Nánar: http://www.nme.com/news/music/...

Í samtali við útvarpsmanninn Zane Lowe í gær—sem stýrir þættinum Beats 1 á BBC—sagðist .Paak vera langt kominn með plötuna en hún er unnin í samstarfi við taktsmiðinn goðsagnakennda Dr. Dre:

Nánar: https://twitter.om/zanelowe/s...

„Hann er í hljóðverinu með okkur að smíða takta. Hann er að semja laglínur. Hann er að skrifa texta. Bara allt saman. Það er ómetanlegt að hafa Dre þarna sem einskonar síu. Það skiptir ekki máli hvað það er—hann er til staðar fyrir okkur; hvort sem okkur vantar hugmyndir fyrir tónlistarmynbönd eða annað.“

– Anderson .Paak (Beats 1)

Þess má einnig geta að Anderson .Paak gaf út lagið Till It's Over á Spotify í mars.